Friday, April 04, 2008

UPPLESTRARKEPPNI VALLA

Góðan og blessaðan daginn. Ekki nógu duglegur að blogga ég veit. Ég fékk þá snilldarhugmynd um daginn að byrja að lesa fyrir Benediktu á kvöldin og bara mjög gott mál. Ég og Eyga skiptums á að lesa fyrir hana. Mörg meistaraverkin hafa verið lesið fyrir hana en um daginn varð ég kjaftstop. ég var að lesa Robinssons fjölskyldan. Ágætisbók en þegar ég var beðin um að útskýra hitt og þetta í bókinni .... nútíð, framtíð og fortíð og af hverju hann gat hitt sjálfan sig skyldi ég ekki rassgat. Aðeins of flókinn bók fyrir mig .
Arsenal,Arsenal. hvað er eiginlega í gangi þarna. Eftir að Ade Togo tröll klippti sig hefur ekki verið sjón að sjá hann. vona bara að Arsenal komist fram hjá Liverpool. ég er að bíða eftir símtali frá Wenger því ég tel mig og Benediktu eiga stóran þátt í sigrinum á Bolton. Í hálfleik þegar staðan var 2-0 fyrir Bolton bað ég Benediktu að fara í búningin og viti menn Arsenal vann 2-3 :D Annars ánægður með þessa vörubílstjóra að vera að mótmæla okurháa bensínverði. Komin tími til að einhverjir stæðu upp og segðu hingað og ekki lengra.

Saturday, March 15, 2008

KOMINN Í PÁSKAFRÍ ... Á LEIÐINNI SUÐUR UM PÁSKANA


Þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir... páskafríinu. Djöfull æltar maður að hafa það gott um páskana fyrir sunnan. Erum búinn að skipta um íbúð við Petru frænku og verðum með aðsetur hjá henni í Hafnarfirði annars verðum við örugglega mikið í Þorlákshöfn líka. Það var afmæli hjá okkur um daginn. Benedikta varð 5 ára þannn 3. mars og komu fullt af fólki í afmælið og Eygerður stóð í ströngu í eldhúsinu að baka fyrir afmælið. Heppnaðist mjög vel Til hamingu með daginn Miss B

Friday, February 29, 2008

KOMINN AFTUR OG TVISVAR SINNUM LJÓTARI

VÚBBDÍDÚ..... Það tókst loksins að komast inn á bloggið hjá mér. Ég var búinn að gleyma lykilorðinu og gekk frekar illa að nálgast það aftur en tókst loksins með hjálp frá henni Kristjönu tölvugúrú í Grunnskólanum á Eskifirði. meira blogg á leiðinni. Vildi bara láta vita af mér.


Kveðja Valli

Wednesday, August 22, 2007

MARMARIS,TRÚLOFUN,ÚRSLITAKEPPNI OG KENNSLA AÐ HEFAST


Jæja þá er komið að því. eftir nokkra daga hefur maður störf sem íþróttakennari. Leggst bara mjög vel í mig. Flyt á Eskifjörð í næstu viku. Erum reyndar ekki búinn að fá húsið okkar ennþá en við verðum til að byrja með á Grjótárgötunni. Við þá á ég við mína heittelskuðu Eygerði sem er Unnusta mín því ég ákvað það í Tyrklandi í sumar að best væri að fara að þroskast og trúlofa sig. Ótrúlegt en satt sagði hún já :D. Einnig kemur fósturdóttir mín hún Benedikta með líka enda kom ekkert annað til greina. Hún er mjög spennt að fara að byrja á Bláu deildinni úrslitakeppnin er svo að fara að byrja á Akureyri með 5.flokk hjá fylki og þegar hún er búinn lýkur mínu Fylkisæfintýri og Halló Eskifjörður tekur við en nóg í bili ætla að setja inn myndir frá Tyrklandi mjög fljótlega þegar fer að róast hjá mér. hérna er mynd af mér og verðandi Frú Valli :D

Wednesday, May 02, 2007

RÓLEG RÓLEG EKKI HÆTTUR AÐ BLOGGA

AFSAKIÐ ég er ekki mjög duglegur að blogga þessa dagana. Það er bara smá próftörn núna og nóg að gera hjá manni en ég mun bæta ykkur það upp með stanslausu gríni og svívirðingum en ef þið hafið einhverjar hugmyndir um hvað þið viljið fá hérna á bloggið endilega kommentið.

Tuesday, April 24, 2007

BJÖRGUM BAKKAFIRÐI, REISUM BRUGGVERKSMIÐJU

Jæja þá fer að koma að því prófin nálgast og 1000 m sund á morgun er reyndar ekki próf en maður getur látið tíman gilda. ég var svona að velta fyrir mér hvort fólk gæti sent mér hlýja strauma til að bera mig þessa 1000 m á morgun. Annars er að nálgast kosningar og ég var svona að velta fyrir mér af hverju ég hefði ekki komið með sérframboð í þessum kosningum X-L. baráttu mál mitt yrði bara eitt. Berjast gegn barnaþrælkun í Grafarholti. Ég held að meðalaldur starfsmanna Nóatúns og 11-11 sé um 13 ár. Hvernig er það er þessar búðir lokaðar yfir skólatíman eða þarf maður að hringja bara upp í Ingunnarskóla . " já hæ er Gunni í 7. bekk við mig vantar mjólk er möguleiki að hann gæti skotist niður í Nóatún í löngu frímínútunum og afgreitt mig". Er svona að velta fyrir mér framboði næst vantar bara eitthvað gott fólk á listann. er svona komin með nokkur nöfn.

E.S væri nú gott að fá comment annað slagið bara svona til að sjá hvort einhver er þarna úti að hlusta.

Sunday, April 22, 2007

EKKI FRETAR MÚS EINS OG HESTUR ÞÓ RAUF RIFNI

Var svona að velta fyrir mér breytingu á nokkrum gömlum og góðum málsháttum.


Sjaldan er hasshaus of oft freðin
Sjaldan fellur flaskan langt frá rónanum
Betri er einn bjór í hendi en tveir í ísskáp
Þeir eru ríkir sem eiga pening
Engin kona verður skækja af nokkrum mönnum
Typpið vex en brókin ekki
Dygur rass bíður víðan hólk
Ekki er allt fagur þó riðið sé
Blindur er sjónlaus maður